Sunday, January 11, 2009

Barnateppi

Nýjasta á nálunum er barnateppi frá garnstudio sem ég mun setja link inná um leið og þeir laga síðuna sína :)

Er að gera það úr fiesta garni úr hagkaupum, keypti mér 9 þannig dokkur.

Byrjaði á þessu í gær og er komin með svona mikið. Ætla að gefa mér út vikuna til að klára þetta.

Koolhaas húfan verður prjónuð inná milli þegar ég er í stuði

Koolhaas húfa

Datt niður á þessa húfu á netinu og leitaði og leitaði að ókeypis uppskrift að henni en fann hvergi svo ég endaði með því að kaupa mér hana á 500 kall :) Þetta er ekki strembin uppskrift en mikið ofboðslega er maður lengi að þessu það eru alveg endalausir kaðlar....

anyways þá er ég komin svona langt en kaðlarnir sjást samt voðalega lítið nema þegar það er strekkt á húfunni :)
Svo er bara að spíta í lófana og klára hana

Húfujólin miklu :D

Eva Dögg, Áslaug og Unnur fengu húfu af garnstudio allar hvor í sínum landshlutanum og hver þeirra í sínum lit

Áslaugar húfa:

Ragga húfa er "skálduð" set uppskriftina inn einn góðan veðurdag :)

María Björg fékk húfu af tinnu (http://tinna.is/uppskriftir.asp?id=28) í fyrstu atlögu fór ég alveg eftir uppskriftinni en þá var hún í fullorðinsstærð svo ég mátti gjöra svo vel að rekja hana upp og minnka um 20 lykkjur (4 að aftan og 16 að framan) en að öðru leiti eftir uppskriftinni

Jólaföndrið

Að sjálsögðu voru jólin nýtt til fulls til handavinnu fyrst prjónaði ég húfu og sokka fyrir Gísla Benóný:


Húfan er gerð eftir uppskrift á tinnu (http://tinna.is/uppskriftir.asp?id=28) sama uppskrift og ég notaði fyrir Maríu Björgu og með jafn mörgum lykkjum og hennar svo hún yrði ekki í fullorðinsstærð :)
Sokkarnir eru frá garnstudio set linkinn inn seinna því síðan hjá þeim er eitthvað biluð...Verkefni númer 2 var peysa fyrir sjálfa mig :) fann uppskriftina með google og hún er af blogginu hjá einhverri klárri prjónakonu:


Var fyrir vestan hjá mömmu og fann fjólublátt garn sem átti einhverntíman að verða að peysu hjá henni :)

Tók mig nokkra klukkutíma sérstaklega fyrstu umferðirnar í munstrinu.


Svona kom hún svo út:

Lokaverkefnið voru svo legghlífar sem ég prjónað að mestu leiti í bílnum á leiðinni til Reykjavíkur fyrir Eygló systur :) Þær eru voða plain og flottar kannski örlítið of stórar ef eitthvað er:

Uppskriftin er: fitja uppá 60 lykkjum á hringprjón nr 4, prjóna slétt og brugðið í 12 umferðir skipta í hringprjón nr 6 og prjóna slétt í 28 cm, skipta í hringprjón nr 4 og prjóna slétt og brugðið í 12 umferðir :) skothelt!
Já og Eygló þú mátt sækja legghlífarnar þegar þú villt :D

Fyrsta prjónabloggið mitt

úr því að ég er orðin svona svakaleg prjónakona ætla ég að deila með umheiminum afrekum mínum í prjónaskap :D