Sunday, January 11, 2009

Jólaföndrið

Að sjálsögðu voru jólin nýtt til fulls til handavinnu fyrst prjónaði ég húfu og sokka fyrir Gísla Benóný:


Húfan er gerð eftir uppskrift á tinnu (http://tinna.is/uppskriftir.asp?id=28) sama uppskrift og ég notaði fyrir Maríu Björgu og með jafn mörgum lykkjum og hennar svo hún yrði ekki í fullorðinsstærð :)




Sokkarnir eru frá garnstudio set linkinn inn seinna því síðan hjá þeim er eitthvað biluð...



Verkefni númer 2 var peysa fyrir sjálfa mig :) fann uppskriftina með google og hún er af blogginu hjá einhverri klárri prjónakonu:






Var fyrir vestan hjá mömmu og fann fjólublátt garn sem átti einhverntíman að verða að peysu hjá henni :)

Tók mig nokkra klukkutíma sérstaklega fyrstu umferðirnar í munstrinu.


Svona kom hún svo út:













Lokaverkefnið voru svo legghlífar sem ég prjónað að mestu leiti í bílnum á leiðinni til Reykjavíkur fyrir Eygló systur :) Þær eru voða plain og flottar kannski örlítið of stórar ef eitthvað er:

Uppskriftin er: fitja uppá 60 lykkjum á hringprjón nr 4, prjóna slétt og brugðið í 12 umferðir skipta í hringprjón nr 6 og prjóna slétt í 28 cm, skipta í hringprjón nr 4 og prjóna slétt og brugðið í 12 umferðir :) skothelt!
Já og Eygló þú mátt sækja legghlífarnar þegar þú villt :D

No comments:

Post a Comment